Hestamannafélagið Neisti býður upp á reiðnámskeið

Frá Æskulýðsmóti Neista í mars sl. Mynd: Neisti.net.
Frá Æskulýðsmóti Neista í mars sl. Mynd: Neisti.net.

Hestamannafélagið Neisti á Blönduósi býður í vetur upp á reiðnámskeið fyrir börn og unglinga. Námskeiðin eru auglýst á heimasíðu félagsins, neisti.net, með fyrirvara um næga þátttöku og verða tímasetningar og hópaskiptingar auglýstar á síðunni að loknum síðasta skráningardegi.

Boðið verður upp á þrjú mismunandi námskeið: almennt reiðnámskeið fyrir 8 ára og eldri, pollanámskeið ætlað 7 ára og yngri og námskeið í knapamerkjum.

Skráning fer fram hjá Guðrúnu Rut á gudrunrut@hotmail.com eða í síma 695-8766 og er síðasti skráningardagur 15. janúar. 

Almennt reiðnámskeið 8 ára og eldri - 14 skipti

Almenn reiðnámskeið fyrir alla krakka. Áhersla er lögð á ásetu og stjórnun hestsins og aukið sjálfstæði í umgengni við hestinn. Leikir og þrautir á hestbaki. Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri og getu.

Kennt verður einu sinni í viku á mánudögum og þriðjudögum. Námskeiðið hefst 21. janúar og lýkur í lok apríl.

Kennari: Guðrún Rut Hreiðarsdóttir.

Verð fyrir alla önnina: 20.000 kr. (að hámarki, verður lækkað ef vel gengur og tekið tillit til þess ef börn hætta eftir hluta annarinnar). Verð fyrir þátttakendur utan félags 25.000 kr. 

Pollanámskeið fyrir 7 ára og yngri - 9 skipti

Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og grunnstjórnun hestsins í gegnum leiki og þrautir. Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri og getu. Foreldrar/aðstoðarmenn teyma undir þeim börnum sem ekki eru tilbúin að stjórna sjálf.

Námskeið hefst sunnudaginn 3. febrúar og kennt verður þrjá fyrstu sunnudaga í mánuði.

Kennari: Guðrún Rut Hreiðardóttir.
Verð: 5.000 kr. 

Knapamerki

Ef næg þátttaka næst verður boðið upp á námskeið í knapamerkjum. Áhugasamir sendi tölvupóst á solvabakki@simnet.is fyrir 15. janúar með upplýsingum um aldur og fyrri knapamerkjamenntun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir