Hestamenn í Vestur-Húnavatnssýslu skemmta sér um helgina

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka Vestur-Húnavatnssýslu og Hestamannafélagsins Þyts verður haldin nk. laugardagskvöld í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Matur, gleði og gaman, segir á vefsíðu Þyts og það verður Þórhallur Sverris og Sigrúnarson sér um matinn.

Á boðstólum verður reykt önd, purusteik og lamb ásamt allskonar fersku meðlæti og morelsveppasósu. Veislustjórn verður í höndum skemmtinefndar.

Nokkur bú eru tilnefnd sem ræktunarbú ársins af Hrossaræktarsamtökum V-Hún. en þau eru:

Bessastaðir, Efri-Fitjar, Efri-Þverá, Gauksmýri, Grafarkot, Lækjamót og Síða.

Það eru allir velkomnir á skemmtunina og bendir Þytur á að þarna sé um einstakt tækifæri að ræða til að bjóða frúnni eða bóndanum út á lífið.

„Hver verður skemmtistaðasleikur kvöldsins? Hver spilar undir hjá skemmtinefndinni, tekur Pálmi á Völlum orminn á dansgólfinu eða verður Logi rauðhærður þetta kvöld?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir