Hofstorfan nældi sér í sæti í Meistaradeild KS

Úrtaka fyrir Meistaradeild KS fór fram í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki í gær. Þrjú lið kepptust um að komast í deildina í ár en einungis eitt sæti var laust. Það var Hofstorfan sem stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins og mun því taka þátt í deildinni sem hefst 3. mars nk.

Fyrir hönd Hofstorfunnar kepptu Lilja Sigurlína Pálmadóttir, Þorsteinn Björn Einarsson, Sigrún Rós Helgadóttir, Bjarki Fannar Brynjuson og Ylfa Guðrún Svafarsdóttir.

Keppni hefst á fjórgangi þann 3. mars í reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki, þar sem allar keppnir fara fram utan gæðingafimar sem fram fer í Léttishöllinni á Akureyri 19. mars. Slaktaumatöltið fer fram 9. apríl, fimmgangur 21. apríl og loks verður svo keppt í tölti og skeiði þann 7. maí.

Hægt er að sjá vídeó frá keppni gærkvöldsins á Facebooksíðu KS deildarinnar HÉR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir