Hofstorfan – 66°norður fyrsta liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS

Hestamenn eru farnir að fyllast spenningi yfir keppni Meistaradeildar KS árið 2021 en tæpur mánuður er til stefnu. Stjórn deildarinnar kynnti í gær fyrsta liðið til leiks á  Facebooksíðu sinni og var þar á ferðinni Horfstorfan – 66°norður. Lilja S. Pálmadóttir frá Hofi á Höfðaströnd er liðsstjóri en Lilja hefur ávallt haft úr góðum hestum að velja.

Með henni í liði eru þjálfaranir á Hofi Sigrún Rós Helgadóttir og Þorsteinn Björn Einarsson, útskrifaðir reiðkennarar frá Hólum, Bjarki Fannar Stefánsson nemandi við hestabraut FNV og Ylfa Guðrún Svafarsdóttir nemandi á öðru ári við Háskólann á Hólum.

Keppni hefst á fjórgangi þann 3. mars í reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki, þar sem allar keppnir fara fram utan gæðingafimi sem fram fer í Léttishöllinni á Akureyri 19. mars. Slaktaumatöltið fer fram 9. apríl, fimmgangur 21. apríl og loks verður svo keppt í tölti og skeiði þann 7. maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir