Hrossaræktarfundir - fundarferð um landið

Mynd af fhb.is.
Mynd af fhb.is.

Fundir um málefni hrossaræktarinnar hófust upp úr miðjum febrúar þar sem Sveinn Steinarsson formaður Félags hrossabænda og Þorvaldur Kristjánsson hrossaræktarráðunautur hafa verið á ferðinni um landið og kynnt það sem efst er á baugi í hestaheiminum. Fundir á Norðurlandi vestra verða verða í Skagafirði á morgun og í Húnaþingi vestra næsta þriðjudag.

Helstu málefni sem tekin verða fyrir á fundunum eru m.a. eftirfarandi:
•           Nýtt ræktunarmarkmið í hrossarækt
•           Dómskalinn – þróun og betrumbætur
•           Nýir vægistuðlar eiginleikanna
•           Málefni og starf Félags hrossabænda

Fundirnir hafa verið haldnir um allt land en tveir eru fyrirhugaðir á Norðurlandi vestra.  Á morgun föstudaginn 6. mars, - Skagafjörður - Tjarnarbær kl. 20:00. 
Þriðjudagur 10. mars, - Vestur-Húnavatnssýsla - Gauksmýri kl. 20:00. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir