Hrossaræktarsamband Skagfirðinga veitir verðlaun fyrir árið 2020

: Þúfur  eru Hrossaræktunarbú ársins í Skagafirði. Mette Manseth og Gísli Gíslason eru aðalfólkið á bakvið ræktunina þar. Þau tóku við mörgum verðlaunum fyrir árið 2020 eins og sjá má. Mynd: HSS
: Þúfur eru Hrossaræktunarbú ársins í Skagafirði. Mette Manseth og Gísli Gíslason eru aðalfólkið á bakvið ræktunina þar. Þau tóku við mörgum verðlaunum fyrir árið 2020 eins og sjá má. Mynd: HSS

Hrossaræktarsamband Skagfirðinga (HSS) gat ekki haldið uppskeruhátíð með hefðbundnum hætti árið 2020 fyrir félagsmenn sína, þar sem verðlaun eru veitt fyrir hæst dæmdu kynbótahrossin, hrossaræktarbú ársins og kynbótaknapa ársins. Alltaf stóð til að halda uppskeruhátíðina þó komið væri fram á árið 2021 en vegna Covid og samkomutakmarkana, varð það úr að stjórn HSS fór á dögunum og keyrði um Skagafjörð til að koma verðlaunagripunum á sína staði.

Árangurinn á árinu 2020 var sérlega glæsilegur hjá félagsmönnum Hrossaræktarsambandsins, mikið af hátt dæmdum hrossum og mörg hross verðlaunuð fyrir afkvæmi. En að öðrum ólöstuðum bar hrossaræktarbúið á Þúfum hjá Mette og Gísla höfuð og herðar yfir aðra og var hrossarækarbú ársins í Skagafirði. Það er magnaður árangur þar sem þau hlutu einnig þennan titil fyrir árið 2019 og hrossin sem töldu inn til stiga það ár máttu ekki telja inn fyrir árið 2020. Þess má geta að Þúfur var jafnframt hrossaræktarbú ársins á landsvísu árið 2020, verðlaunað af Bændasamtökum Íslands.

Hjá HSS voru Prestsbær og Íbishóll einnig tilnefnd sem ræktunarbú ársins 2020. Sólon frá Þúfum var hæst dæmda kynbótahrossið í eigu félagsmanns og ræktað í Skagafirði og Eygló frá Þúfum setti heimsmet í flokki 4 vetra hryssna og fékk sérstök verðlaun fyrir það. Það var Þórarinn Eymundsson sem var kynbótaknapi ársins 2020 í Skagafirði en Bjarni Jónasson og Mette Mannseth voru einnig tilnefnd til titilsins.

 

Hér á eftir fylgja upplýsingar um verðlaunahafana hjá HSS fyrir árið 2020

Stóðhestar 4 vetra

1.Töfri frá Þúfum

 

Stóðhestar 5 vetra

1.Hannibal frá Þúfum

2.Þormar frá Prestsbæ

3.Vigri frá Bæ

 

Stóðhestar 6 vetra

1.Álmur frá Reykjavöllum

2.Sváfnir frá Varmalandi

  1. Birtingur frá Íbishóli

Stóðhestar 7 vetra og eldri

1.Sólon frá Þúfum

  1. Rjóður frá Hofi á Höfðaströnd
  2. Rosi frá Berglandi

Hryssur 4 vetra

1.Eygló frá Þúfum

  1. Dís frá Ytra-Vallholti
  2. Artemis frá Prestsbæ

Hryssur 5 vetra

  1. Álfamær frá Prestsbæ
  2. Kamma frá Sauðárkróki
  3. Snilld frá Miðsitju

 

Hryssur 6 vetra

1.Þrá frá Prestsbæ

2.Reising frá Ytra-Vallholti

3.Lokbrá frá Hafsteinsstöðum

 

 

Hryssur 7 vetra og eldri

1.Auður frá Varmalandi

2.Stjörnuspá frá Þúfum

3.Skálmöld frá Þúfum

 

Hæst dæmda kynbótahross í Skagafirði 2020.

Sólon frá Þúfum

 

Kynbótaknapi ársins í Skagafirði 2020.

Þórarinn Eymundsson

Tilnefning kynbótaknapi ársins 2020 í Skagafirði

Bjarni Jónasson

Mette Mannseth

 

Heimsmet, hryssur 4 vetra

Eygló frá Þúfum

 

Heiðursverðlaun fyrir afkvæmi

Happadís frá Stangarholti

Kyrrð frá Stangarholti

Sending frá Enni

Þóra frá Prestsbæ

Hrannar frá Flugumýri

Óskasteinn frá Íbishóli

 

Fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi

Lord frá Vatnsleysu

Hrossaræktarbú ársins í Skagafirði

Þúfur

Tilnefning Hrossaræktarbú ársins í Skagafirði

Íbishóll

Prestsbær

/Fréttatilkynning

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir