Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum fór fram um liðna helgi

Hjördís Halla Þórarinsdóttir, samanlagður sigurvegari í barnaflokk. Mynd: Sigríður Gunnarsdóttir.
Hjördís Halla Þórarinsdóttir, samanlagður sigurvegari í barnaflokk. Mynd: Sigríður Gunnarsdóttir.

Íslandsmót barna og unglinga fór fram í Hafnafirði og lauk í gær. Skagfirðingar og Húnvetningar voru að sjálfsögðu á mótinu og stóðu sig með prýði að vanda.

Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal á Lækjamóti varð í sjötta sæti í slaktaumatölti á Freyði frá Leysingjastöðum, tíunda sæti í tölti á Ósvöru frá Lækjamóti með 6,89 í einkunn og níunda sæti í fjórgang á Freyði með 6,90 í einkunn. Guðmar keppir í unglingaflokk og fyrir hestamannafélagið Þyt.

Hjördís Halla Þórarinsdóttir og Flipi frá Bergstöðum fóru mikinn í barnaflokk en þau keppa fyrir hestamannafélagið Skagfirðing. Þau lentu í fimmta sæti í tölti með 6,72, 4.-5. sæti í fjórgang með 6,70 og urðu Íslandsmeistarar í fimi með glæsibrag. Einnig varð Hjördís samanlagður sigurvegari í barnaflokk en þar er tekið meðaltal af einkunnum í fjórgangi, tölti og fimikeppni. 

Rakel Gígja Ragnarsdóttir sem keppir fyrir hestamannafélagið Þyt varð í níunda sæti í tölti unglinga á hryssunni Trygglind frá Grafarkoti með 7,11 í einkunn.

Skagfirðingurinn Þórgunnur Þórarinsdóttir varð í fjórða sæti í fjórgangi unglinga á Hnjúk frá Saurbær með 7,10, önnur í fimmgang á Takt frá Varmalæk með 6,90 og varð síðan íslandsmeistari í fimi á Hnjúk frá Saurbæ, rétt eins og systir sín, Hjördís Halla.

/SMH

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir