Jóhann Skúla valinn knapi ársins

Jóhann Skúla fagnar sigri á HM í sumar. MYND: LHHESTAR.IS
Jóhann Skúla fagnar sigri á HM í sumar. MYND: LHHESTAR.IS

Fremstu afreksknapar og fremstu ræktunarbú ársins 2019 voru heiðruð á Uppskeruhátíð hestamanna um liðna helgi. Króksarinn Jóhann Rúnar Skúlason var valinn knapi ársins en hann á þrjá heimsmeistaratitla á árinu, í tölti, fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum á hestinum Finnboga frá Minni-Reykjum. 

Einnig á Jóhann hæstu tölteinkunn ársins, 8,90. Jóhann hlaut einnig titilinn íþróttaknapi ársins. Aðrir sem fengu verðlaun voru:

- Benjamín Sandur Ingólfsson er efnilegasti knapi ársins 2019
- Konráð Valur Sveinsson er skeiðknapi ársins 2019
- Hlynur Guðmundsson er gæðingaknapi ársins 2019
- Jóhann R. Skúlason er íþróttaknapi ársins 2019
- Árni Björn Pálsson er kynbótaknapi ársins 2019
- Syðri Gegnishólar / Ketilsstaðir er keppnishestabú ársins 2019
- Stuðlar er ræktunarbú ársins 2019

Þá segir í fret á netsíðu Landsambands hestamannafélaga að sambandið veitti Bjarnleifi Árna Bjarnleifssyni heiðursverðlaun LH en hann hefur starfað í félagsmálum hestamanna óslitið í 30 ár og er enn að. Hann var formaður landsliðsnefndar LH í tíu ár, frá hausti 2003 til ársins 2013. 

Heiðursverðlaun Félags hrossabænda hlaut Baldvin Kr. Baldvinsson og fyrir ræktun á kynbótahrossum og keppnishrossum frá Torfunesi en þaðan hafa komið ótal afburðagæðingar í gegnum árin.

Heimild: Lhhestar.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir