Keppniskvöld KS-Deildarinnar 2017

Frá KS Deildinni 2015. Mynd: Svala Guðmundsdóttir
Frá KS Deildinni 2015. Mynd: Svala Guðmundsdóttir

Úrtaka fyrir eitt laust sæti í KS-Deildinni verður haldin 25. janúar í Reiðhöllinni Svaðastöðum. Sagt er frá þessu í tilkynningu hjá Meistaradeild Norðurlands. Keppt verður í fjórgangi og fimmgangi og skulu tveir liðsmenn keppa í hvorri grein. Liðið skal síðan skipað a.m.k. fjórum knöpum en heimilt er að skrá fimm og verður það nánar auglýst síðar.

Keppniskvöld KS-Deildarinnar 2017 verða eftirfarandi:

22. febrúar - fjórgangur

8. mars - fimmgangur

22. mars - tölt

5. apríl - T2 / skeið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir