Keppt í slaktaumatölti Meistaradeildar KS í kvöld

Annað mót Meistaradeildar KS fer fram í kvöld, 27. febrúar í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki, þegar keppt verður í slaktaumatölti (T2)! Höskuldur Jónsson og Svörður frá Sámsstöðum, sem keppa fyrir Leiknisliðið, munu ríða á vaðið og hefja keppni klukkan 19. Eftir gæðingafimina sem fram fór fyrir tveimur vikum trónir Ísólfur Líndal Þórisson á toppnum í einstaklingskeppninni með 28 stig og lið hans, Skoies/Prestige, leiðir liðakeppnina með 76 stig.

Ráslista slaktaumatöltsins má nálgast HÉR

Staðan í liða og einstaklingskeppninni fyrir slaktaumatöltið er eftirfarandi:

Einstaklingskeppni
Ísólfur Líndal Þórisson - 28 stig
Elvar Logi Friðriksson - 26 stig
Sina Scholz - 24 stig
Fanney Dögg - 22 stig

Freyja Amble Gísladóttir - 20 stig
Þórarinn Eymundsson - 19 stig
Mette Mannseth - 17,5 stig
Artemisia Bertus - 17,5 stig

Elvar Einarsson -15 stig
Snorri Dal - 15 stig
Þorsteinn Björnsson - 15 stig
Barbara Wenzl - 13 stig

Anna Björk Ólafsdottir - 12 stig
Bjarni Jónasson - 11 stig
Líney María Hjálmarsdóttir - 9,5 stig
Árný Oddbjörg Oddsdóttir - 9,5 stig

Guðmar Freyr Magnússon - 7,5 stig
Sigrún Rós Helgadóttir - 7,5 stig
Fanndís Viðarsdóttir - 5,5 stig
Vignir Sigurðsson - 5,5 stig

Pétur Örn Sveinsson - 3,5 stig
Konráð Valur Sveinsson - 3,5 stig
Guðmundur Karl - 2 stig
Magnús Bragi Magnússon - 1 stig

Liðakeppni
Skoies/Prestige 76 stig
Hrímnir 52,5 stig
Þúfur 48 stig
Hofstorfan 46 stig

Leiknisliðið 30,5 stig
Lið Kerckhaert 26 stig
Lið Flúðasveppa 18 stig
Team BYKO 13 stig

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir