KS Deildin í uppnámi

Allt stefnir í að KS- Deildin í hestaíþróttum verði ekki haldin í vetur þar sem aðstandendur Meistaradeildar Norðurlands hafa ákveðið að hætta aðkomu sinni að henni. Í yfirlýsing frá Meistaradeild Norðurlands segir að Kaupfélagi Skagfirðinga hafi verið tilkynnt um ákvörðunina en KS hefur verið aðalstyrktaraðili mótsins.

„Við höfum staðið fyrir KS-Deildinni samfellt í 10 ár en teljum nú að nóg sé komið hjá okkur. Þetta hefur verið einkar ánægjulegur tími og viljum við þakka KS, keppendum, áhorfendum, Flugu og starfsfólki okkar frábæran stuðning á sl. 10 árum,“ segir í yfirlýsingu Meistaradeildar Norðurlands. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir