Kunningi frá Varmalæk á leið til Þýskalands

Ljósmynd frá úrtöku fyrir Landsmót á Hólum 2016. A flokkur 8,68. Mynd: varmilaekur.is.
Ljósmynd frá úrtöku fyrir Landsmót á Hólum 2016. A flokkur 8,68. Mynd: varmilaekur.is.

Stóðhesturinn Kunningi frá Varmalæk mun eignast nýtt heimili á Lótushofi hjá Steffi Plattner í Þýskalandi en þangað hefur hann verið seldur. Kunningi sem er undan Tind og Kilju frá Varmalæk hefur gert garðinn frægan á keppnisvöllum landsins ásamt knapa sínum Líneyju Maríu Hjálmarsdóttur.

Á vefsíðunni Isibless segir að Kunningi hafi startað sínum keppnisferli með látum þegar hann stóð efstur í forkeppni í A-flokki þá 7 vetra gamall á Fjórðungsmóti á Kaldármelum og endaði fjórði í a-úrslitum. Einnig var hann í b-úrslitum í A-flokki á síðustu tveimur landsmótum. Ræktandi Kunningja og eigandi fram að þessu er Björn Sveinsson frá Varmalæk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir