Kynbótasýningar á Hólum í beinni

Guðmar Freyr og Rosi frá Berglandi á kynbótasýningu í fyrra.
Guðmar Freyr og Rosi frá Berglandi á kynbótasýningu í fyrra.

Mánudaginn 31. maí nk. hefst fyrri kynbótasýning á Hólum í Hjaltadal og lýkur föstudaginn fjórða júní. Streymt verður beint frá kynbótasýningunni á Alendis TV en stefnt er að því að Alendis TV sýni beint frá öllum þeim kynbótasýningum sem haldnar verða í sumar.

Þetta er tilraunaverkefni á milli Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins og Alendis TV og það verður spennandi að fylgjast með þróun þess.

Seinni kynbótasýningin á hólum verður dagana 14. júní til 18. júní og dagana 16. ágúst til 20. ágúst verður haldin síðsumarsýning á Hólum.

 /SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir