Landsliðsmanni vikið úr landsliðinu í hestaíþróttum

Stjórn Landssambands hestamannafélaga (LH) og landsliðsnefnd sendu frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem sagt er frá þeirri ákvörðun hennar að víkja einum landsliðsmanni úr landsliðshópi Íslands í hestaíþróttum. Fram kemur að ákvörðunin hafi verið tekin í ljósi nýtilkominna upplýsinga um dóm sem landsliðsmaðurinn hlaut fyrir kynferðisbrot, en stjórn sambandsins og landsliðsnefnd hefði ekki verið kunnugt um dóminn.

„Stjórn LH telur óverjandi að þeir sem hafi gerst sekir um og eða hlotið refsidóm fyrir alvarlegt kynferðisbrot séu í landsliðshópnum og komi fram sem fulltrúar LH fyrir Íslands hönd, hvort sem er hér á landi eða á erlendri grundu. Er slíkt til þess fallið að skaða ímynd LH, landsins og hestaíþróttarinnar í heild, einnig er það andstætt þeim gildum sem LH stendur fyrir, en sambandið tekur skýra afstöðu gegn öllu ofbeldi,“ segir í tilkynningunni.

Ekki kemur fram í tilkynningunni um hvern er að ræða en samkvæmt  Hestafrettir.is og  Eidfaxi.is spjótin beinast þó að Skagfirðingnum Jóhanni R. Skúlasyni, margföldum heimsmeistara og knapa ársins 2019 hjá LH.

Sjá nánar á lhhestar.is. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir