Laufskálagleði framundan

Nú um helgina verður gleði og gaman í Skagafirði er Laufskálaréttir fara fram. Dagskráin tekur yfir þrjá dag og hefst á morgun föstudagskvöld þar sem stórsýning og skagfirsk gleði verður í reiðhöllinni á Sauðárkróki og ýmislegt verður í boði.

Meðal atriða mun fjölskyldan á Sunnuhvoli í Ölfusi mæta á svæðið en hún hefur gert garðinn frægan með glæsilegan hestakost.

Sigga Sig þekkja allir hestamenn landsins og er því lofað að hann verði flugríðandi í höllinni á föstudagskvöldið.

 

 

 

 

Á laugardag verður stóðið í Kolbeinsdal rekið til Laufskálaréttar um klukkan 11:30 en réttarstörf hefjast klukkan 13. Um kvöldið mun svo Jónsi í Svörtum fötum mæta og halda uppi réttarballsstemningu í reiðhöllinni og sjálfur sveiflukóngurinn heldur uppi glimrandi stuði í Miðgarði.

Á sunnudag verða opin hús víða í firðinum en þá bjóða hrossabændur áhugasama hestamenn í heimsókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir