Lið Íbishóls sigraði í liðakeppninni

Lið Íbishóls að sigri loknum. Mynd: Meistardeild KS í Hestaíþróttum
Lið Íbishóls að sigri loknum. Mynd: Meistardeild KS í Hestaíþróttum

Lokamót meistaradeildar KS fór fram föstudagskvöldið 7. Maí síðastliðið í reiðhöllinni á Sauðárkróki, en keppt var að þessu sinni í tölti og flugskeiði. Í töltkeppninni var það Bjarni Jónasson sem stóð uppi sem sigurvegari, en í skeiðinu fór Jóhann Magnússon hraðast allra. Mette Manseth stóð uppi sem einstaklings sigurvegari heildarkeppninnar og lið Íbishóls sigraði liðakeppnina.

Í töltkeppninni var Bjarni Jónasson efstur eftir forkeppni á Kötlu frá Ytra-Vallholti og hélt þeirri forystu áfram í úrslitu og endaði sem töltsigurvegari með einkunnina 8,11. Í öðru sæti varð Mette Manseth og List frá þúfum með 7,94 og í því þriðja Þórarinn Eymundsson og Þrá frá Prestbæ með 7,78. Það voru síðan liðsfélagarnir í Íbishólsliðinu, Magnús Bragi Magnússon liðstjóri og Sigursteinn Sumarliðason sem enduðu í fjórða og fimmta sæti, Magnús í því fjórða á Óskadís frá Steinnesi með 7.72 og Sigursteinn í því fimmta á Skrámu frá Skjálg með 7,67. Það er skemmtilegt að vekja athygli á því að það voru einungis merar í braut í A-úrslitunum.

 A-ÚRSLIT

  1. Bjarni Jónasson & Katla frá Ytra-Vallholti 8,11 / STORM RIDER
  2. Mette Mannseth & List frá Þúfum 7,94 / ÞÚFUR
  3. Þórarinn Eymundsson & Þrá frá Prestsbæ 7,78 / HRÍMNIR
  4. Magnús Bragi Magnússon & Óskadís frá Steinnesi 7,72 / ÍBISHÓLL
  5. Sigursteinn Sumarliðason & Skráma frá Skjálg 7,67 / ÍBISHÓLL

    B-ÚRSLIT
  6. Þórdís Inga Pálsdóttir & Fjalar frá Vakurstöðum 7,50 / HRÍMNIR
  7. Guðmar Freyr Magnússon & Sigursteinn frá Íbishóli 7,39 / ÍBISHÓLL
  8. Þorsteinn Björn Einarsson & Fannar frá Hafsteinsstöðum 7,22 / HOFSTORFAN – 66°N
  9. Fanney Dögg Indriðadóttir & Trygglind frá Grafarkoti 7,17 / HRÍMNIR
  10. Artemisia Bertus & Filma frá Tunguhálsi II 7,06 / EQUINICS
  11. Vera Evi Schneiderchen & Ramóna frá Hólshúsum 6,94 / EQUINICS

Í flugskeiðinu voru það Jóhann Magnússon og Fröken frá Bessastöðum sem fóru hraðast allra en þau fóru í gegnum höllina á tímanum 4,72. Konráð Valur Sveinsson og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu voru næst hraðastir með tímann 4,75 og í þriðja sæti urðu þeir Sigursteinn Sumarliðason og Krókus frá Dalbæ á tímanum 4,76.

Flugskeið

  1. Jóhann Magnússon og Fröken frá Bessastöðum 4,72 / LEIKNIR
  2. Konráð Valur Sveinsson og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 4,75 / LEIKNIR
  3. Sigursteinn Sumarliðason og Krókus frá Dalbæ 4,76 / ÍBISHÓLL
  4. Þórarinn Eymundsson og Gullbrá frá Lóni 4,85 / HRÍMNIR
  5. Mette Mannseth og Vívaldi frá Torfunesi 4,87 / ÞÚFUR


Í einstaklingskeppninni var það Mette Manseth sem bar sigur úr býtum en hún tók forystu í fyrsta mótinu og lét aldrei af henni það sem eftir var og endaði með 124 stig. Bjarni Jónasson fékk 115 stig í öðrusætinu og Þórarinn Eymundsson 115 í því þriðja.

Niðurstaða í einstaklingskeppni:

  1. Mette Moe Mannseth 124 stig
  2. Bjarni Jónasson 115 stig
  3. Þórarinn Eymundsson 115 stig
  4. Guðmar Freyr Magnússon 83,5 stig
  5. Randi Holaker 75 stig


Það var lið Íbishóls sem sigraði liðakeppnina með 292,2 stig. Liðstjóri þess liðs var Íbishólsbóndinn Magnús Bragi Magnússon og með honum í liði voru Guðmar Freyr Magnússon, Védís Huld Sigurðardóttir, Freyja Amble Gísladóttir og Sigursteinn Sumarliðason. Lið Hrímnis endaði í öðru sæti með 281,2 stig og lið Þúfna endaði í því þriðja með 260 stig.

Niðurstaða í liðakeppni:

  1. Íbishóll 292,2 stig
  2. Hrímnir 281,2 stig
  3. Þúfur 260 stig
  4. Storm Rider 257,7 stig
  5. Leiknisliðið 205 stig
  6. Equinics 191 stig
  7. Horfstorfan 191 stig
  8. Uppsteypa 185 stig


/SMH

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir