Liðskynning KS deildarinnar - Hrímnir

Mynd: Eins og sjá má eru þarna á ferðinni úrvalsknapar sem munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna liðakeppnina þriðja árið í röð. Mynd: KS deildin.
Mynd: Eins og sjá má eru þarna á ferðinni úrvalsknapar sem munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna liðakeppnina þriðja árið í röð. Mynd: KS deildin.

Fyrsta liðið sem kynnt er til leiks í KS-Deildinni 2017 eru sigurvegarar síðustu tveggja ára, lið Hrímnis. Liðstjóri er sem fyrr Þórarinn Eymundsson. Þórarinn hefur staðið sig frábærlega í deildinni og hefur hann til að mynda unnið einstaklingskeppnina þrisvar sinnum.

Ný inn í þetta lið kemur Jóhanna Margrét Snorradóttir en hún hefur ekki keppt í deildinni áður. Þrátt fyrir ungan aldur á Jóhanna flottan keppnisferil að baki og kemur hún til með að styrkja Hrímnisliðið.

Eftir árshlé í deildinni kemur Hörður Óli Sæmundarson aftur inn liðið en heyrst hefur að hann sé mjög vel hestaður þetta árið.

Helga Una Björnsdóttir og Líney María Hjálmarsdóttir halda sínum sætum í liðinu en þeirra gengi hefur verið gott í deildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir