Liðskynning KS deildarinnar - Lífland

Sjöunda og síðasta liðið sem kynnt er til leiks í KS-Deildinni er lið Líflands. Tamningakonan og tveggja barna móðirin Fanney Dögg Indriðadóttir úr Húnaþingi er liðsstjóri þess en hún hefur verið á keppnisbrautinni frá unga aldri og ætíð staðið sig vel. Fanney vekur ávallt athygli fyrir fágaða reiðmennsku og er útskrifaður reiðkennari frá Hólum.

Elvar Logi Friðriksson fylgir auðvitað konu sinni. Elvar er alltaf að læra meira og meira af Fanney og verður gaman að sjá hvaða hross þau koma með. 

Körfuboltakappinn Finnbogi Bjarnason kemur nýr inn í deildina. Finnbogi er grjótharður keppnismaður sem sífellt er að gera sig meira gildandi á keppnisbrautinni.

Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir sú magnaða hestakona mætir á sinn gamla heimavöll. Haffí kann þetta allt saman og áhugavert verður að sjá hennar hestakost.

Nýr í þessu liði og í deildinni er hinn frábæri skeiðreiðamaður Svavar Örn Hreiðarsson. Svabbi ætlar sér bara eitt og það er að vinna skeiðið. Hvort hann keppir í fleiri greinum mun koma í ljós.

Þetta lið er skemmtilega blandað, Húnvetningar, Skagfirðingar og Eyfirðingar, segir á fésbókarsíðu KS deildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir