Liðskynning KS deildarinnar - Mustad

Fjórða liðið sem kynnt er til leiks í KS-Deildinni er lið Mustad en þar er liðstjórinn Sina Scholz. Sina stundar tamningar á Sauðárkróki en hún er útskrifaður reiðkennari frá Hólum og hefur unnið hjá nokkrum fremstu knöpum landsins. Hún vakti athygli í fyrra með hest sinn Nóa frá Saurbæ. 

Með henni í liði er Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir nemandi á Hólum sem hefur getið sér gott orð sem tamningamaður og sýnandi þrátt fyrir ungan aldur.

Flosi Ólafsson er annar liðsmaður en hann er núverandi Íslandsmeistari í T2 og sýndi efsta 5v. stóðhest á Landsmótinu á Hólum. Flosi er nemandi á Hólum.

Pétur Örn Sveinsson reiðkennari á Hólum er nýr í deildinni. Pétur hefur vakið athygli með stóðhestinn Hlekk frá Saurbæ og verður gaman að sjá hvort Hlekkur mætir í Höllina í vetur. Þess má geta að Pétur er frændi Jóns Geirmunds.

Inn í liðið kemur frá Flugumýri Sigurður Rúnar Pálsson. Siggi er keppnismaður mikill og hefur örugglega yfir góðum hrossum að ráða. Hann er einnig útskrifaður reiðkennari frá Hólum.

Í liðinu eru allir tengdir við Hóla á einhvern hátt, núverandi eða fyrrverandi nemendur og einn starfandi reiðkennari þar. Það er auðsjáanlega pressa á að fagmennskan muni skína í gegn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir