Liðskynning KS deildarinnar - Team –Jötunn

Annað liðið sem kynnt er til leiks í KS-Deildinni í hestaíþróttum, hefur ekki tekið þátt áður en það ber nafnið Team –Jötunn. Þó svo að liðið sé nýtt þá eru þar knapar sem hafa áður verið í deildinni. Liðsstjóri er Baldvin Ari Guðlaugsson, löngu kunnur sem einn sigursælasti knapi Norðan heiða.

Með honum, einnig búsettur á Akureyri, er Guðmundur Karl Tryggvason sem ávallt er flugríðandi, eins og segir á fésbókarsíðu KS deildarinnar, og mætir ætíð til leiks með eftirtektarverð hross.

Frá Björgum í Hörgárdal koma feðginin Viðar Bragason og Fanndís Viðarsdóttir og hafa þau bæði náð góðum árangri á síðustu árum. Verður spennandi að sjá þau spreyta sig í þessari sterku deild í vetur.

Síðastan, en ekki sístan, í þessu liði ber að nefna Hinrik Bragason en hann er einn allra hæfileikaríkasti knapi á Íslandi, segir á fésbókarsíðunni. Þar kemur einnig fram að það er þeim sem að deildinni standa sérstök ánægja að hafa vini þeirra að Norðan með og þau sérstaklega boðin velkomin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir