Meistaradeild KS 2018 - Liðskynning

Fyrsta liðið sem kynnt er til leiks í KS deildinni í hestaíþróttum er lið Hrímnis en það er sigurvegari sl. þriggja ára og ljóst er að mörg lið vilja binda enda á þessa sigurgöngu. Liðsstjóri liðsins er sem fyrr Þórarinn Eymundsson sem alls hefur unnið einstaklingskeppnina fjórum sinnum.

Með Tóta að þessu sinni eru fjórar valkyrjur og ljóst að þau láta titilinn ekki auðveldlega frá sér. Þær eru: Helga Una Björnsdóttir, Jóhanna Margrét Snorradóttir, Líney María Hjálmarsdóttir og ný inn í liðið kemur Valdís Ýr Ólafsdóttir.

Keppniskvöld Meistaradeildar KS 2018

21. febrúar - Gæðingafimi

7. mars - T2

21. mars - 5-gangur - Akureyri

4. apríl - 4-gangur

13. apríl - Tölt & Skeið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir