Meistaradeild KS í hestaíþróttum - Hrímnir

Fyrsta liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS í hestaíþróttum 2019 er sigurlið sl. fjögurra ára, lið Hrímnis. Liðsstjóri þessa sigursæla liðs er sem fyrr Þórarinn Eymundsson, tamningamaður og reiðkennari á Hólum.

Auk Tóta eru í liðinu: Líney María Hjálmarsdóttir bóndi og reiðkennari á Tunguhálsi, Valdís Ýr Ólafsdóttir tamningakona og reiðkennari, Finnur Jóhannesson Hólanemi og Sina Scholz reiðkennari við Hólaskóla. Þjálfari Hrímnis er Arndís Brynjólfsdóttir reiðkennari og þjálfari á Vatnsleysu.

Keppnisdagar KS deildarinnar 2019: 
13. feb. - Gæðingafimi -Sauðárkrókur
27. feb. - Slaktaumatölt - Sauðárkrókur
13. mars - Fimmgangur - Akureyri
27. mars - Fjórgangur - Sauðárkrókur
12.  apríl - Tölt og Flugskeið – Sauðárkrókur

Sjá nánar á Facebooksíðu KS deildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir