Meistaradeild KS Íbishóll

Meistaradeild KS í hestaíþróttum er handan við hornið, ef svo mætti segja og sjötta liðið sem kynnt er til leiks er Íbishóll. Fátt er reynslunni fróðara en liðsstjóri þess liðs, segir í tilkynningu stjórnar, en þar er á ferðinni Magnús Bragi Magnússon hrossaræktandi á Íbishóli.

Með honum í liði er sonur hans Guðmar Freyr Magnússon, þjálfari á Íbishóli, og Freyja Amble Gísladóttir, þjálfari á Berglandi. Ný inn í lið Íbishóls koma Védís Huld Sigurðardóttir, þjálfari á Sunnuhvoli í Ölfusi og Sigursteinn Sumarliðason en hann átti gott keppnisár á síðasta ári í skeiðgreinum á hestinum Krókusi frá Dalbæ.

Keppt verður í fjórgangi í reiðhöllinni Svaðastöðum nk. miðvikudag 3. mars og hefst keppni kl. 19:00. Viðburðurinn verður sýndur beint á Tindastóll TV 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir