Meistaradeild KS - Þúfur

Annað liðið sem kynnt hefur verið til leiks í Meistaradeild KS er lið Þúfna. Það er skipað fjórum flinkum konum og þeim fylgir einn karl sem reyndar er enginn meðalmaður.

Liðsstjóri er Mette Mannseth yfirreiðkennari á Hólum sem ávallt hefur verið við toppinn í einstaklingskeppninni. Með henni eru Barbara Wenzl reiðkennari, Lea Busch nemi á Hólum, Artemisia Bertus reiðkennari og tamningakona á Nautabúi, sem kemur ný inn í liðið og Gísli Gíslason þjálfari á Þúfum. Það má búast við hörkukeppni hjá þessu liði sem ávallt býr yfir góðum hestakosti og efalaust ætlar sér stóra hluti í vetur. 

Keppnisdagar KS deildarinnar 2019:
13. feb. - Gæðingafimi -Sauðárkrókur
27. feb. - Slaktaumatölt - Sauðárkrókur
13. mars - Fimmgangur - Akureyri
27. mars - Fjórgangur - Sauðárkrókur
12.  apríl - Tölt og Flugskeið – Sauðárkrókur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir