Mette Mannseth og Karl frá Torfunesi sigruðu í gæðingafiminni

Mette Mannseth og Karl frá Torfunesi voru efst eftir forkeppni og sigruðu svo í úrslitum í gæðingafiminni. Mynd: Meistaradeild KS.
Mette Mannseth og Karl frá Torfunesi voru efst eftir forkeppni og sigruðu svo í úrslitum í gæðingafiminni. Mynd: Meistaradeild KS.

Fyrsta mót Meistaradeildar KS var haldið á Sauðárkróki í gærkvöldi þar sem keppt var í gæðingafimi. Í forkeppni sáust margar ágætar sýningar og nokkuð fjölbreyttar útfærslur. Þær bestu voru mjög góðar og skemmtilegar áhorfs, segir í tilkynningu frá Meistaradeildinni. „Það er ljóst að ef knapar koma vel undirbúnir til leiks þá er þessi keppnisgrein mjög svo áhorfendavæn. Þar þarf allt að spila saman, góð útfærsla æfinga, góður hestur og síðast en ekki síst góð tónlist sem hæfir.“

Sigurvegarar einstaklingskeppninnar; Helga Una Björnsdóttir, Mette Mannseth, og Jóhanna Margrét Snorradóttir. Mynd: Meistaradeild KS.

 Öll þau sem komust í úrslit áttu framúrskarandi sýningar. Úrslitin voru spennandi þar sem flestir knapar voru að bæta sig frá forkeppni, en það fór svo að Mette Mannseth hélt sæti sínu og sigraði enda vel að því komin með sinn vel þjálfaða hest Karl frá Torfunesi.

Mette Mannseth - Karl frá Torfunesi - 8,07
Helga Una Björnsdóttir - Þoka frá Hamarsey - 7,93
Jóhanna Margrét Snorradóttir - Kári frá Ásbrú - 7,60
Þórarinn Eymundsson - Laukur frá Varmalæk - 7,50

Freyja Amble Gísladóttir -  Sif frá Þúfum - 7,20
Þorsteinn Björnsson - Kveðja frá Hólum 7,03

 

Það var lið Hrímnis sem sigraði liðakeppnina. Mynd: Meistaradeild KS.

 Það var lið Hrímnis sem sigraði liðakeppnina. Vert er að minnast á dómgæsluna í kvöld en samræmi var mjög gott. Dómarar kvöldsins voru Guðmundur Björgvinsson, Ísleifur Jónasson og Ólafur Andri Guðmundsson.

Næsta kvöld verður haldið á miðvikudaginn eftir viku þar sem keppt verður í slaktaumatölti.

- Meistaradeild KS
Staðan eftir forkeppni.

1.Mette Mannseth - Karl frá Torfunesi - Þúfur - 7,67
2-3.Þórarinn Eymundsson - Laukur frá Varmalæk- Hrímnir - 7,60
2-3.Helga Una Björnsdóttir - Þoka frá Hamarsey - Hrímnir - 7,60
4.Freyja Amble Gísladóttir - Sif frá Þúfum - Þúfur - 7,53

5.Þorsteinn Björnsson - Kveðja frá Hólum - Mustad-Miðsitja - 7,37
6.Jóhanna Margrét Snorradóttir - Kári frá Ásbrú - Hrímnir - 7,17
7.Viðar Bragason - Stirnir frá Skriðu - Team Bautinn - 7,10
8-9.Flosi Ólafsson - Varða frá Hofi á Höfðaströnd - Mustad-Miðsitja - 7,0

8-9.Lea Bush – Kaktus frá Þúfum - Þúfur - 7,0
10.Gústaf Ásgeir Hinriksson - Ömmustrákur frá Ásmundarstöðum - Hofstorfan - 6,97
11.Bjarni Jónasson - Hera frá Árholti - Hofstorfan - 6,83
12-13.Hörður Óli Sæmundarson - Eldur frá Bjarghúsum - Íbess-TopReiter - 6,67

Baldvin Kr. Baldvinsson bóndi í Torfunesi eigandi Karls ásamt sigurknapanum Mette Mannseth. Mynd: Meistaradeild KS.

 12-13.Magnús Bragi Magnússon - Stilling frá Íbishóli - Íbess-TopReiter - 6,67
14.Sina Scholz - Nói frá Saurbæ - Mustad-Miðsitja - 6,63
15.Elvar E. Einarsson - Gjöf frá Sjávarborg - Hofstorfan - 6,60
16.Vignir Sigurðsson - Nói frá Hrafnsstöðum - Team Bautinn - 6,37

17.Fríða Hansen - Sturlungur frá Leirubakka - Íbess-TopReiter - 6,30
18-19.Finnbogi Bjarnason – Mylla frá Hólum - Lífland-Kidka - 6,27
18-19.Konráð Valur Sveinsson – Þeldökk frá Lækjarbotnum - Lífland-Kidka - 6,27
20.Elvar Logi Friðriksson – Glitri frá Grafarkoti - Lífland-Kidka - 6,20

21.Guðmundur Karl Tryggvason - Díva frá Steinnesi - Team Bautinn - 6,13

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir