Miðsumarssýningu Hólum - framlengdur skráningarfrestur

Ákveðið hefur verið að lengja skráningarfrest á miðsumarssýninguna á Hólum og opið verður fyrir skráningu til miðnættis á morgun þriðjudagsins 18. júlí. Miðsumarsýningar verða á tveimur stöðum, á Hólum í Hjaltadal og á Gaddstaðaflötum og fara fram dagana 24.-28. júlí.  Á kynbótasýningum sem haldnar voru í vor voru sýnd 716 hross á átta sýningum og fengu áhorfendur að sjá heimsmet falla.

Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com eða í gegnum heimasíðu Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins www.rml.is/is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir