Norðlendingar stigahæstir í Framhaldsskólamótinu í hestaíþróttum

Myndatexti: Flott lið hestaíþróttafólks úr FNV ásamt kennara sínum Arbdísi Brynjólfsdóttur. Mynd: Magnús Svavarsson.
Myndatexti: Flott lið hestaíþróttafólks úr FNV ásamt kennara sínum Arbdísi Brynjólfsdóttur. Mynd: Magnús Svavarsson.

Lið FNV gerði sér lítið fyrir og vann stigakeppnina á Framhaldsskólamótinu í hestaíþróttum sem  fram fór sl. laugardag í Samskipahöllin Kópavogi. Liðið var skipað þeim Sigríði Vöku Víkingsdóttur, Guðmari Frey Magnússyni, Ásdísi Ósk Elvarsdóttur, Viktoríu Eik Elvarsdóttur og Unni Rún Sigurpálsdóttur. Með þeim á myndinni er Arndís Brynjólfsdóttir kennari þeirra.

Ásdís Ósk náði 2. sætinu í tölti T3 og 5. sæti í fjórgangi V2. Systir hennar Viktoría Eik tryggði sér 3. sætið í tölti T3 og var í stuði í skeiðinu og tók 1. sætið með tímann 5.17 sek. Unnur Rún landaði 5. sætinu í tölti T2 og Guðmar Freyr varð í 3. sæti í tölti T2, 1. sæti í fimmgangi F2 og í 2. sæti í skeiði á tímanum 5,28 sek.

Eftir hörku keppni tryggði FNV sér sigur í stigakeppninni með 172 stig, í 2. sæti varð Fjölbrautarskóli suðurlands með 158 stig og 3. sætið varð Menntaskólans í Kópavogi með 154 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir