Orðsending til knapa

Matvælastofnun vill koma því á framfæri við knapa landsins nú þegar keppnistímabilið er að hefjast í hestaíþróttum að samkvæmt reglugerð um velferð hrossa er notkun á mélum með tunguboga og vogarafli bönnuð í hvers kyns sýningum og keppni.

Skilgreining á mélum með tunguboga og vogarafli er á þá leið að öll mél með stöngum og/eða keðju þar sem munnstykkið er þannig gert að hæðarmunur frá neðri kanti á endastykki upp í neðri kant á efsta hluta (miðhluta) er meiri en 0,5 sm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir