Skagfirðingur ríður um Vatnsnesið

Hestamannafélagið Skagfirðingur ætlar að viðhalda siðum fyrirrennara sinna og býður félagsmönnum sínum og gestum uppá þriggja daga ferð, aðra helgina í ágúst. Farið verður um Vatnsnes og Vesturhóp í Húnaþingi Vestra. Lagt verður af stað föstudaginn 12. ágúst kl.13:00 frá Tjörn á Vatnsnesi, riðið inn Katadal yfir Heiðargötur og endað á náttstað á Syðri-Þverá.

Á öðrum degi verður riðið frá Syðri-Þverá og farinn hringur um Hópið og endað á Syðri-Stóruborg eða Enniskoti þar sem hrossin hafa náttstað en mannskapurinn fer aftur í Syðri-Þverá. Daginn eftir verður svo haldið áfram sem frá var horfið austan með Vesturhópsvatni og fyrir suðurenda vatnsins og ferðalok samkvæmt áætlun á Syðri-Þverá.
Fyrir áhugasama er rétt að benda á heimasíðu Skagfirðings https://skagfirdingur.is/ en þar er hægt að nálgast frekari upplýsingar um ferðina.

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir