Skrifað undir samning vegna Landsmóts á Hólum

Mynd: Eiðfaxi.is
Mynd: Eiðfaxi.is

Laugardaginn síðasta skrifuðu fulltrúar Landsmóts ehf, Hestamannafélagsins Skagfirðings og sveitarfélaganna Skagafjarðar og Akrahrepps undir samning um að Landsmót hestamanna árið 2026 verði haldið á Hólum í Hjaltadal.

Á Eiðfaxa.is kemur fram að Elvar Einarsson formaður hestamannafélagsins Skagfirðings hafi undirritað samninga fyrir hönd síns félags. Þakkaði hann, fyrir hönd Skagfirðings, traustið og sagði hestamenn á svæðinu hlakka til að takast á við þetta spennandi verkefni og sagði Landsmót í Skagafirði mikilvægt fyrir allt Norðurland og hestamennskuna í landinu. Íslandsmótið í hestaíþróttum verður haldið á Hólum næsta sumar svo það verður í nógu að huga hjá Skagfirðingum.

Blaðamaður Eiðfaxa var á staðnum þegar Landsmótssamningar voru undirritaðir og tók Elvar tali og spurði hann út í framhaldið. Viðtalið má nálgast HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir