Sterkir hestar í öllum flokkum

Skapti Steinbjörnsson var sigursæll með Odda og Hrafnistu frá Hafsteinsstöðum því hrossin  hlutu sinn bikarinn hvort. Mynd: Skagfirðingur.is
Skapti Steinbjörnsson var sigursæll með Odda og Hrafnistu frá Hafsteinsstöðum því hrossin hlutu sinn bikarinn hvort. Mynd: Skagfirðingur.is

Um helgina fór fram félagsmót og úrtaka hestamannfélagsins Skagfirðings á Sauðárkróki. Á heimasíðu félagsins segir að sterkir hestar hafi keppt í öllum flokkum og fóru leikar svo að A-flokkinn sigraði Trymbill frá Stóra-Ási og Mette Mannseth með einkunnina 8,91. Í B-flokki var það Oddi frá Hafsteinsstöðum með knapa sínum Skapta Steinbjörnssyni sem sigraði með 8,90.

Úrslit voru eftirfarandi í þremur efstu sætunum:

 Barnaflokkur

Sæti/Knapi/Hestur/Einkunn

1 Katrín Ösp Bergsdóttir / Svartálfur frá Sauðárkróki 8,39

2 Þórgunnur Þórarinsdóttir / Grettir frá Saurbæ 8,36

3 Trausti Ingólfsson / Steðji frá Dýrfinnustöðum 8,18

 

B-flokkur

Sæti/Hestur/Knapi/Einkunn

1 Oddi frá Hafsteinsstöðum / Skapti Steinbjörnsson 8,90

2 Mylla frá Hólum / Mette Mannseth 8,71

3 Vígablesi frá Djúpadal / Sveinn Brynjar Friðriksson 8,58

 

Unglingaflokkur

Sæti/Knapi/Hestur/Einkunn

1. Júlía Kristín Pálsdóttir / Kjarval frá Blönduósi 8,69

2-3. Guðný Rúna Vésteinsdóttir / Þruma frá Hofsstaðaseli 8,50

2-3. Freydís Þóra Bergsdóttir / Ötull frá Narfastöðum 8,50

 

Ungmennaflokkur

Sæti/Knapi/Hestur/Einkunn

1. Ásdís Ósk Elvarsdóttir / Koltinna frá Varmalæk 8,53

2. Finnbogi Bjarnason / Kyndill frá Ytra-Vallholti 8,49

3. Sonja S Sigurgeirsdóttir / Jónas frá Litla-Dal 8,42

 

Mette Mannseth og Trymbill frá Stóra-Ási. Mynd: Skagfirðingur.is.A-flokkur

Sæti/Hestur/Knapi/Einkunn

1. Trymbill frá Stóra-Ási / Mette Mannseth 8,91

2. Grámann frá Hofi á Höfðaströnd / Flosi Ólafsson 8,74

3. Nói frá Saurbæ / Sina Scholz 8,53

 

Farandbikarar sem veittir voru á mótinu voru Blesabikarinn en hann er veittur efsta hesti í A-flokki sem í ár var Trymbill frá Stóra-Ási. Steinbjörnsbikarinn fer til efsta hests í B-flokki en í ár var það Oddi frá Hafsteinsstöðum. Þriðji farandbikarinn sem veittur var á mótinu var Drottningarbikarinn sem fer til efstu hryssu í A-flokki en það var 5 vetra Spunadóttirin Hrafnista frá Hafsteinsstöðum.

 

Á Skagfirðingur.is má sjá allar niðurstöður mótsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir