Stóðhesturinn Dofri frá Sauðárkróki vakti athygli og áhuga á Landsmótinu á Hólum

Hans Þór Hilmarsson á Dofra frá Sauðárkróki/Mynd: Óðinn Örn
Hans Þór Hilmarsson á Dofra frá Sauðárkróki/Mynd: Óðinn Örn

Hinn fjögurra vetra gæðingur, Dofri frá Sauðárkróki náði góðum árangri á nýliðnu Landsmóti hestamanna á Hólum en þar endaði hann í áttunda sæti fjögurra vetra stóðhesta. Dofri stóð þó efstur sem klárhestur. 



Eigandi og ræktandi er Stefán Öxndal Reynisson.  Stefán starfar sem eftirlitsmaður með nýframkvæmdum hjá Vegagerðinni og sinnir hestunum sínum í frítíma, þrátt fyrir að hrossaræktin sé ekki stór í sniðum hefur hann engu að síður náð að rækta þrjá fyrstu verðlauna stóðhesta og fjögur hross hafa náð þeim árangri að komast á Landsmót.  Stefán byrjaði fyrir bráðum 20 árum síðan að rækta eigin hesta en tvítugur byrjaði hann að eyða peningum í hrossakaup. Stefán temur öll sín hross sjálfur en frekari þjálfun á fáeinum hrossum hefur verið í höndum annarra eins og td. Hans Þór Hilmarssyni sem tamdi og sýndi Dofra á Landsmótinu. 



Frekari umfjöllun um Dofra er að finna í nýjasta blaði Feykis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir