Storm Rider er þriðja liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS 2021

Þriðja liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS 2021 er lið Storm Rider en þar ríður í fararbroddi Elvar Einarsson, hrossabóndi á Syðra-Skörðugili á Langholti í Skagafirði og formaður hestamannafélagsins Skagfirðings. Elvar er útskrifaður tamningamaður og reiðkennari frá Hólaskóla.

Með honum er dóttir hans Ásdís Ósk Elvarsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari yngri flokka en hún er nemandi á fyrsta ári við Háskólann á Hólum. Arndís Björk Brynjólfsdóttir á Vatnsleysu í Viðvíkursveit, reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og reiðkennari á hestabraut FNV og síðast en ekki sístir feðgarnir Bjarni Jónasson, margreyndur keppnis- og sýningarknapi og þjálfari á Narfastöðum og Finnbogi Bjarnason, útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og reiðkennari á hestabraut FNV.

Tvær vikur eru til stefnu en keppni hefst á fjórgangi þann 3. mars í reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki, þar sem allar keppnir fara fram utan gæðingafimi sem fram fer í Léttishöllinni á Akureyri 19. mars. Slaktaumatöltið fer fram 9. apríl, fimmgangur 21. apríl og loks verður svo keppt í tölti og skeiði þann 7. maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir