Svipmyndir frá lokadegi Landsmót hestamanna á Hólum

Vel dúðaðir áhorfendur
Vel dúðaðir áhorfendur

Landsmót hestamanna á Hólum í Hjaltadal er lokið og hversdagslífið tekið við hjá hestamönnum. Veðrið var með besta móti fyrir hestana þó gestir á mótinu hafi á tímum þurft að setja upp húfur.


Af afrekum mótsins bera tvö af að öðrum ólöstuðum en Eyrún Ýr Pálsdóttir á Hrannari frá Flugumýri, varð fyrsta konan til að sigra A flokk á Landsmóti hestamanna en þau kepptu fyrir Skagfirðing. Þá setti Bjarni Bjarnason nýtt heimsmet í 250m skeiði en hann fór sprettinn á Heru frá Þóroddsstöðum á tímanum 21,41 sek. Nánari upplýsingar um úrslit laugardagsins má sjá hér. Fyrir neðan má sjá svipmyndir af lokadegi mótsins. Ljósmyndirnar eru teknar af Kristínu Einarsdóttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir