Þórarinn og Narri sýna heimsbyggðinni gangtegundir íslenska hestsins

Á Facebooksíðunni Horses of Iceland var í gær birt myndband af þeim Þórarni Eymundsyni og Narra frá Vestri-Leirárgörðum þar sem þeir sýna á magnaðan hátt allar gangtegundir íslenska hestsins. Myndbandið var unnið af kvikmyndafyrirtækinu  Skottafilm á Sauðárkróki fyrir Íslandsstofu. Horses of Iceland er alþjóðlegt markaðsverkefni með það að leiðarljósi að kynna og  styrkja ímynd íslenska hestsins. Markmiðið er að gera fólki um allan heim kunnugt um góða eiginleika íslenska hestsins.

Árni Gunnarsson, í Skottu, segir að myndbandið hafi verið tekið upp í sumar við Bakka í Viðvíkursveit og vandað hafi verið sérlega til verksins. Eins og fyrr segir var myndbandið frumsýnt í gær og hefur það fengið mikið áhorf. Á einum sólarhring hafði um tvöhundruð þúsund manns séð það og margir „kommentað“ og deilt.

Sjón er sögu ríkari.

The horses of Iceland are a so-called gaited horse breed. This means that most Icelandic horses have two extra gaits to offer besides walk, trot and canter/gallop. All horse breeds have these three natural gaits and can perform them without training. The extra gaits that set the Icelandic horse apart from other breeds are called tölt and flying pace. We've just prepared a little video to show you just how these 5 gaits look like! See also link http://www.horsesoficeland.is/the-icelandic-horse/gaits for more on the 5 gaits of the horses of Iceland.

Posted by Horses of Iceland on 12. október 2017

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir