Þrír Skagfirðingar koma til greina sem knapar ársins hjá LH

Ekki verður haldin uppskeruhátíð hjá Landssambandi hestamannafélaga í ár en í hennar stað var að ákveðið að halda verðlaunahátíð um næstu helgi. Þrír Skagfirðingar eiga möguleika á knapaverðlaunum og tvö skagfirsk bú fyrir keppnishestabú ársins 2021.

Á heimasíðu Landssambands hestamannafélaga eru birtar tilnefningar til knapaverðalauna og keppnishestabús ársins 2021. Þar á meðal eru Skagfirðingarnir Eyrún Ýr Pálsdóttir sem tilnefnd er sem íþróttaknapi ársins, Guðmar Freyr Magnússon sem efnilegasti knapi ársins og Þórarinn Eymundsson sem fær tvær tilnefningar, gæðingaknapi ársins og kynbótaknapi ársins 2021. Íbishóll og Þúfur úr Skagafirði eru svo tilnefnd sem keppnishestabú ársins 2021. Hátíðin verður einungis fyrir boðsgesti en bein útsending frá verðlaunaafhendingunni á Alendis TV þann 30. október kl 17.

Tilnefningar valnefndar LH til knapaverðlauna og fyrir keppnishestabú ársins er eftirfarandi:

Íþróttaknapi ársins 2021

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir
Árni Björn Pálsson
Eyrún Ýr Pálsdóttir
Jakob Svavar Sigurðsson
Jóhanna Margrét Snorradóttir

Skeiðknapi ársins 2021

Benjamín Sandur Ingólfsson
Konráð Valur Sveinsson
Sigurbjörn Bárðarson
Sigursteinn Sumarliðason
Þórarinn Ragnarsson

Gæðingaknapi ársins 2021

Árni Björn Pálsson
Daníel Jónsson
Sigurbjörn Bárðarson
Viðar Ingólfsson
Þórarinn Eymundsson

Efnilegasti knapi ársins 2021

Benedikt Ólafsson
Guðmar Freyr Magnússon
Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir
Hafþór Hreiðar Birgisson
Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir

Kynbótaknapi ársins 2021

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir
Árni Björn Pálsson
Jakob Svavar Sigurðsson
Viðar Ingólfsson
Þórarinn Eymundsson

Keppnishestabú ársins 2021

Íbishóll
Þúfur
Litla-Brekka
Garðshorn á Þelamörk/Lambanes
Gangmyllan – Syðri-Gegnishólar/Ketilsstaðir

Knapi ársins

Allir tilnefndir knapar í fullorðinsflokkum koma til greina sem „knapi ársins 2021“.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir