Tóti Eymunds sigursæll á uppskeruhátíð hestamanna

Þórarinn tók á móti mörgum viðurkenningum , meðal annars fyrir hönd eigenda Prestsbæjar, Ingu og Ingar Jensen. Mynd: Rósa María Vésteinsdóttir.
Þórarinn tók á móti mörgum viðurkenningum , meðal annars fyrir hönd eigenda Prestsbæjar, Ingu og Ingar Jensen. Mynd: Rósa María Vésteinsdóttir.

Hrossaræktarsamband Skagafjarðar og Hestamannafélagið Skagfirðingur héldu sameiginlega uppskeruhátíð í Ljósheimum laugardagskvöldið 11. nóvember sl. Veitt voru verðlaun í öllum flokkum kynbótahrossa. Þórarinn Eymundsson var sigursæll og  handlék nokkra bikarana.

Sörlabikarinn er veittur fyrir hæst dæmda kynbótahrossið en það var Þórálfur frá Prestsbæ sem hann hlaut.

Kraftsbikarinn er veittur þeim kynbótaknapa sem nær bestum samanlögðum árangri í kynbótasýningum á árinu og kom hann í hlut Bjarna Jónassonar.

Ófeigsbikarinn er veittur því hrossaræktarbúi sem bestum árangri nær á árinu og hlýtur Prestsbær titilinn Hrossaræktarbú ársins 2017.

Tvær heiðursverðlaunahryssur í eigu Skagfirðinga voru heiðraðar, þær Hvíta-Sunna frá Sauðárkróki í eigu Sauðárkróks-Hesta og Kolbrá frá Varmalæk en eigandi hennar er Björn Sveinsson á Varmalæk. Hvíta-Sunnar er efsta heiðursverlauna hryssan yfir landið með 118 stig.

Stjórn Hrossaræktarsambandsins ákvað að heiðra Þórarin sérstaklega fyrir það afrek að setja heimsmet þegar hann sýndi Þórálf í vor en þeir fengu 8,94 í aðaleinkunn.

Knapar ársins eru eftirfarandi:

Þórgunnur Þórarinsdóttir í barnaflokki

Guðmar Freyr Magnússon í unglingaflokki

Finnbogi Bjarnason í ungmennaflokki

Helga Rósa Pálsdóttir í áhugamannaflokki

Gæðingaknapi ársins Skapti Steinbjörnsson

Íþróttaknapi ársins Þórarinn Eymundsson

Knapi ársins Þórarinn Eymundsson.

Myndir: Rósa María Vésteinsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir