Tóti með hæst dæmda hest í heimi í annað sinn

Hér eru þeir Tóti og Þórálfur frá Prestsbæ en þeir settu heimsmet í fyrra og nú hefur Tóti sýnt tvo hæst dæmdu hesta heims. Mynd: PF.
Hér eru þeir Tóti og Þórálfur frá Prestsbæ en þeir settu heimsmet í fyrra og nú hefur Tóti sýnt tvo hæst dæmdu hesta heims. Mynd: PF.

Þórarinn Eymundsson og gæðingurinn Þráinn frá Flagbjarnarholti áttu sannkallaða stjörnusýningu á Hólum í Hjaltadal í gær en þar fer fram vorsýning kynbótahrossa sem lýkur á morgun 8. júní. Þráinn hlaut 8,70 fyrir sköpulag, 9,11 fyrir kosti og 8,95 í aðaleinkunn sem gerir hann að hæst dæmda hesti í heiminum. Sló hann þar með heimsmet Þórálfs frá Prestsbæ sem hlaut 8,94 í aðaleinkunn í fyrra.

Á hestavefnum Isibless segir að Þráinn sé fæddur árið 2012, undan Álfi frá Selfossi (a.e. 8,46) og Þyrlu frá Ragnheiðarstöðum (a.e. 8,24). Hann hefur verið sýndur alls fimm sinnum, fjögra vetra hlaut hann hæst 8,38 í aðaleinkunn, fimm vetra bætti hann um betur og hlaut 8,69 í aðaleinkunn og nú hefur hann eins og fram hefur komið, bætt heimsmetið fyrir hæstu aðaleinkunn, 8,95. Sýnandi hestsins nú eins og áður er Þórarinn Eymundsson en Þórarinn sýndi einmitt líka Þórálf frá Prestsbæ. Þórarinn hefur því sýnt tvo hæst dæmdu hesta heims sem er einstakur árangur.

Einnig er áhugavert að benda á það að Þórálfur er, eins og Þráinn, undan Álfi frá Selfossi og eru því Álfssynir númer 1 og 2 í heiminum í dag. Sjá nánar frétt Isibless HÉR

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir