Úrtaka fyrir KS-Deildina

Frá úrslitakvöldi í KS-Deildinni 2015. Mynd: Svala Guðmundsdóttir
Frá úrslitakvöldi í KS-Deildinni 2015. Mynd: Svala Guðmundsdóttir

Úrtaka fyrir eitt laust sæti í KS-Deildinni verður haldin í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki 25.janúar. Keppt verður í fjórgangi og fimmgangi og hefst úrtakan kl 19:00. Keppt verður í fjórgangi og fimmgangi og skulu tveir liðsmenn keppa í hvorri grein.

Tveir úr hverju liði skulu keppa í hvorri grein. Liðið skal síðan skipað a.m.k. fjórum knöpum en heimilt er að skrá fimm og verður það nánar auglýst síðar.Ekki þarf að vera búið að fullmanna liðin þegar úrtakan fer fram en endanlegur frestur til að tilkynna fullt lið er 31.janúar.

Keppniskvöld KS-Deildarinnar 2017 verða eftirfarandi:

22. febrúar - fjórgangur

8. mars - fimmgangur

22. mars - tölt

5. apríl - T2 / skeið


Skráningar skulu berast á netfangið svala7@hotmail.com fyrir miðvikudaginn 18.janúar.

Fréttatilkynning

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir