Hestar

Áskell Heiðar ráðinn framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna í Reykjavík 2018

Ný stjórn Landsmóts hestamanna, sem fram fer í Reykjavík 2018, hefur ráðið Áskel Heiðar Ásgeirsson framkvæmdastjóra mótsins. Áskell Heiðar er menntaður landfræðingur frá Háskóla Íslands, með diplómu í opinberri stjórnsýslu frá HÍ og MA gráðu í ferðamálafræði og viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum og Leeds Metropolitan University. Áskell Heiðar hefur skipulagt fjölda viðburða hérlendis á undanförnum árum t.d. tónlistarhátíðina Bræðsluna, auk þess að stýra Landsmóti hestamanna sem fram fór á Hólum í Hjaltadal sl. sumar. Þá kennir hann einnig viðburðastjórnun og ferðamálafræði við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands.
Meira

Liðskynning KS deildarinnar - Team –Jötunn

Annað liðið sem kynnt er til leiks í KS-Deildinni í hestaíþróttum, hefur ekki tekið þátt áður en það ber nafnið Team –Jötunn. Þó svo að liðið sé nýtt þá eru þar knapar sem hafa áður verið í deildinni. Liðsstjóri er Baldvin Ari Guðlaugsson, löngu kunnur sem einn sigursælasti knapi Norðan heiða.
Meira

Liðskynning KS deildarinnar - Hrímnir

Fyrsta liðið sem kynnt er til leiks í KS-Deildinni 2017 eru sigurvegarar síðustu tveggja ára, lið Hrímnis. Liðstjóri er sem fyrr Þórarinn Eymundsson. Þórarinn hefur staðið sig frábærlega í deildinni og hefur hann til að mynda unnið einstaklingskeppnina þrisvar sinnum.
Meira

Skagfirska Mótaröðin 2017

Skagfirska mótaröðin í hestaíþróttum fer senn af stað en fyrsta mót vetrarins verður haldið þann 15. febrúar í reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki. Keppt verður þá í léttum fjórgangi & léttu tölti fyrir börn, unglinga & ungmenni.
Meira

Svínavatn 2017

Ísmót verður haldið á Svínavatni í A-Hún. laugardaginn 4. mars nk. Keppt verður í A og B flokki gæðinga og opnum flokki í tölti. Fyrirkomulag með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár og verða nánari upplýsingar birtar þegar nær dregur á hestanetmiðlum og á heimasíðu mótsins.
Meira

Húnvetnska liðakeppnin hófst á þorrablóti

Á föstudagskvöldið voru fyrstu keppendurnir í Húnvetnsku liðakeppninni dregnir í lið og haldin keppni án hests. Það var fjólubláa liðið sem vann keppnina og fékk þar með tvö stig inn í mótaröðina.
Meira

Anna og Friðfinnur með reiðnámskeið

Reiðnámskeið verður haldið í Hrímnishöllinni við Varmalæk í Skagafirði þann 17. til 19. febrúar nk. Kennt verður í einkatímum þar sem styrkleiki og veikleiki hvers knapa og hests eru metin og unnið með það í framhaldinu.
Meira

Úrtaka fyrir KS-Deildina

Úrtaka fyrir eitt laust sæti í KS-Deildinni verður haldin í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki 25.janúar. Keppt verður í fjórgangi og fimmgangi og hefst úrtakan kl 19:00. Keppt verður í fjórgangi og fimmgangi og skulu tveir liðsmenn keppa í hvorri grein.
Meira

Keppniskvöld KS-Deildarinnar 2017

Úrtaka fyrir eitt laust sæti í KS-Deildinni verður haldin 25. janúar í Reiðhöllinni Svaðastöðum. Sagt er frá þessu í tilkynningu hjá Meistaradeild Norðurlands. Keppt verður í fjórgangi og fimmgangi og skulu tveir liðsmenn keppa í hvorri grein. Liðið skal síðan skipað a.m.k. fjórum knöpum en heimilt er að skrá fimm og verður það nánar auglýst síðar.
Meira

Girðingavinna í lok nóvember

Hestamannafélagið Skagfirðingur sá sér leik á borði og nýtti hina góðu tíð sem landsmenn hafa notið undanfarið og lét girða meðfram reiðvegi er liggur í gegnum lönd Brekku, Víðimels og Álftagerðis. Vinnan fór fram í síðustu viku en alls er girðingin um tveir kílómetrar að lengd.
Meira