Hestar

Reiðhöllin slúttar vetrarstarfinu í kvöld

Í kvöld mun Reiðhöllin Svaðastaðir slútta vetrarstarfinu með formlegum hætti. Starfið í vetur hefur verið hefðbundið. Það hófst í byrjun september að vanda, en þá hóf Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra kennslu á Hestabrautinni og Iðja hæfing með æfingar fyrir fatlaða fylgdi í kjölfarið. Þessir tveir aðilar eru með fasta tíma í höllinni allan veturinn fyrir iðkendur sína. Í lok september var svo Laufskálaréttarhelgin með sína föstu viðburði sem eru sýning og skemmtidagskrá á föstudagskvöldi og dansleikur á laugardagskvöldinu. Hvoru tveggja mannmargir viðburðir.
Meira

Reiðsýningin á Hólum í dag

Hin árlega reiðsýning Hólanema er í dag, 20. maí. Þessi sýning hefur skapað sér sess sem hápunktur lokadagskrár hjá BS-nemum í reiðmennsku og reiðkennslu, sem nú hafa lokið öllum sínum prófum. Nemendur sýna þá í verki margt af því sem þeir hafa lært í reiðmennsku í þriggja ára námi sínu hér við skólann. Sú hefð hefur skapast að reiðkennari lýsi jafnóðum því sem fram fer, fyrir áhorfendum og hefur það mælst vel fyrir. Í lok sýningar klæðast nemarnir síðan í fyrsta skipti hinum bláu einkennisjökkum, með rauða kraganum. Og veitt eru verðlaun fyrir góðan árangur í reiðmennsku.
Meira

Lara belgískur meistari í slaktaumatölti

Lara Margrét Jónsdóttir frá Hofi í Vatnsdal, stefnir á að komast í hollenska landsliðið á Heimsmeistaramótinu í hestíþróttum, sem haldið verður í Hollandi í sumar. Til þess að öðlast keppnisreynslu, og safna sér inn punktum, tók hún þátt í Belgíska Meistaramótinu um síðastliðna helgi á hryssunni Örk frá Hjarðartúni.
Meira

Þórarinn Eymundsson sigurvegari KS-deildarinnar

Þórarinn Eymundsson er sigurvegari KS-deildarinnar árið 2017 eftir síðasta mót vetrarins í gærkvöldi. Árangur Þórarins er sérlega glæsilegur þar sem þetta er þriðja árið í röð sem hann vinnur deildina. Lið Hrímnis sigraði liðakeppnina annað árið í röð en þar var Þórarinn liðstjórinn. Keppt var í tveimur greinum, slaktaumatölti og skeiði.
Meira

Lokakvöld KS-deildarinnar nk. miðvikudag

Lokakvöld KS-deildarinnar fer fram miðvikudaginn 5. apríl í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki og hefst mótið kl 19:00. Keppt verður í tveimur greinum, slaktaumatölti og skeiði.
Meira

Bjarni Jónasson og Randalín fóru mikinn í gær

Töltkeppni KS-deildarinnar fór fram í gærkvöldi þar sem margar góðar sýningar fóru fram og ný hross vöktu athygli. Í forkeppni hlutu sex hross einkunnina sjö eða hærra. Efstur inn í úrslit var Bjarni Jónasson með Randalín með einkunnina 7,77 en efst inn í b-úrslit kom Fríða Hansen með hryssuna Kviku frá Leirubakka. Kvika var mjög flott á hægu tölti, fasmikil og viljug og reiðmennska Fríðu til fyrirmyndar.
Meira

KS - deildin í kvöld – Athugið breyttan keppnisdag

Þá er komið að töltkeppni KS – deildarinnar og er athygli vakin á breyttri dagsetningu en keppnin fer fram í kvöld, þriðjudagskvöldið 21. mars, og hefst kl.19.00. Margt góðra hrossa er skráð til leiks og keppnin að verða mjög spennandi, bæði í liða og einstaklingskeppninni. Unnendur góðra hrossa eru hvattir til að mæta í Svaðastaðahöllina og fylgjast með skemmtilegri keppni þeirra bestu.
Meira

Norðlendingar stigahæstir í Framhaldsskólamótinu í hestaíþróttum

Lið FNV gerði sér lítið fyrir og vann stigakeppnina á Framhaldsskólamótinu í hestaíþróttum sem fram fór sl. laugardag í Samskipahöllin Kópavogi. Liðið var skipað þeim Sigríði Vöku Víkingsdóttur, Guðmari Frey Magnússyni, Ásdísi Ósk Elvarsdóttur, Viktoríu Eik Elvarsdóttur og Unni Rún Sigurpálsdóttur. Með þeim á myndinni er Arndís Brynjólfsdóttir kennari þeirra.
Meira

Þórarinn og Narri sigruðu í fimmgangskeppni KS-deildarinnar

Fimmtán stóðhestar voru skráðir til leiks í fimmgangskeppni KS-Deildarinnar sem fram fór í reiðhöllinni á Sauðárkróki gærkvöldi. Stefndi því í mikla stóðhestaveislu en einnig voru spennandi hryssur skráðar. Þórarinn Eymundsson og Narri frá Vestri Leirárgörðum voru efstir eftir forkeppni með einkunnina 7,03.
Meira

Úrslit Húnvetnsku liðakeppninnar - Fimmgangur/T2/T7

Annað mót Húnvetnsku liðakeppninnar fór fram föstudaginn 3. mars þar sem fjólubláa liðið sigraði en fast á hæla þeirra kom það gula. Frábært kvöld og allir kátir segir á heimasíðu hestamannafélagsins Þyts.
Meira