Hestar

Glæsileg sýning í nýjum búningnum

Síðustu þrjú ár hafa hestafimleikakrakkar á Hvammstanga verið á ferðinni og safnað dósum og flöskum en upphafslegt markmið var að stofna sjóð til að gera eitthvað skemmtilegt saman. Í ár var hins vegar brugðið út af þeim áætlunum og ákveðið að safna fyrir nýjum búningum. "Og það tókst!" segir Irina Kamp hjá hestamannafélaginu Þyt og þakkar fólki á Hvammstanga fyrir að taka svo vel á móti krökkunum að draumurinn þeirra rættist.
Meira

Þórarinn Eymundsson er knapi Skagfirðinga

Sameiginleg uppskeruhátíð hestamannafélagsins Skagfirðings og Hrossaræktarsambands Skagafjarðar var haldin í Ljósheimum sl. föstudagskvöld. Veitt voru verðlaun í hinum ýmsu flokkum.
Meira

Hestamenn huga að uppskeru ársins

Uppskeruhátíð Hrossaræktunarsambands Skagafjarðar og Hestamannafélagsins Skagfirðings verður haldin í Ljósheimum föstudaginn 11.nóvember klukkan 20:30. Þorvaldur Kristjánsson, hrossaræktunarráðunautur, mun kynna verðlaunahrossin. Gísli Einarsson, fréttamaður, mun fara með gamanmál eins og honum er einum lagið.
Meira

Finnur Bessi tilnefndur sem gæðingaknapi ársins

Austur-Húnvetningurinn Finnur Bessi Svavarsson í Litla-Dal hefur verið tilnefndur sem gæðingaknapi ársins, en titillinn er meðal þeirra sem veitt verða verðlaun fyrir á Uppskeruhátíð hestamanna í Gullhömrum í Reykjavík þann 5. nóvember næstkomandi.
Meira

Helga Una tilnefnd sem skeiðknapi ársins

Helga Una Björnsdóttir á Syðri-Reykjum í Húnaþingi vestra hefur hlotið tilnefningu sem skeiðknapi ársins, en sá titill er meðal þeirra sem veitt verða verðlaun fyrir á Uppskeruhátíð hestamanna í Gullhömrum í Reykjavík þann 5. nóvember næstkomandi.
Meira

Ásdís Ósk og Eyrún Ýr tilnefndar til knapaverðlauna

Skagfirðingarnir Ásdís Ósk Elvarsdóttir á Syðra-Skörðugili og Eyrún Ýr Pálsdóttir á Flugumýri hafa verið tilnefndar fyrir knapaverðlauna sem afhent verða á Uppskeruhátíð hestamanna í Gullhömrum í Reykjavík þann 5. nóvember næstkomandi.
Meira

Þrjú skagfirsk ræktunarbú tilnefnd til heiðursviðurkenningar

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau bú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins. Valið stóð á milli 71 bús sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu og í ljósi afar magnaðs árangurs hjá mörgum búum var ákveðið að tilnefna 16 bú í ár. Þrjú búanna eru úr Skagafirði.
Meira

Hestamenn í Vestur-Húnavatnssýslu skemmta sér um helgina

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka Vestur-Húnavatnssýslu og Hestamannafélagsins Þyts verður haldin nk. laugardagskvöld í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Matur, gleði og gaman, segir á vefsíðu Þyts og það verður Þórhallur Sverris og Sigrúnarson sér um matinn.
Meira

Skagfirðingur frestar uppskeruhátíð

Vegna dræmrar þátttöku hestamanna í Skagafirði á uppskeruhátíð Skagfirðings sem vera átti um næstu helgi verður henni frestað um óákveðinn tíma.
Meira

Knapar ársins hjá Skagfirðingi tilnefndir

Búið er að upplýsa hverjir eru tilnefndir sem knapar ársins hjá Hestamannfélaginu Skagfirðing sem heldur sína fyrstu uppskeruhátíð nk. laugardag. Um er að ræða íþróttaknapa ársins, gæðingaknapa Skagfirðings, knapa ársins hjá ungmennum og knapa ársins í Skagfirðingi.
Meira