Hestar

Knapar ársins hjá Skagfirðingi tilnefndir

Búið er að upplýsa hverjir eru tilnefndir sem knapar ársins hjá Hestamannfélaginu Skagfirðing sem heldur sína fyrstu uppskeruhátíð nk. laugardag. Um er að ræða íþróttaknapa ársins, gæðingaknapa Skagfirðings, knapa ársins hjá ungmennum og knapa ársins í Skagfirðingi.
Meira

Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum á Hólum í sumar

Hestamannafélagið Skagfirðingur mun sjá um Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum á Hólum og Íslandsmót fullorðna verður haldið á Helllu af hestamannafélaginu Geysi.
Meira

Kunningi frá Varmalæk á leið til Þýskalands

Stóðhesturinn Kunningi frá Varmalæk mun eignast nýtt heimili á Lótushofi hjá Steffi Plattner í Þýskalandi en þangað hefur hann verið seldur. Kunningi sem er undan Tind og Kilju frá Varmalæk hefur gert garðinn frægan á keppnisvöllum landsins ásamt knapa sínum Líneyju Maríu Hjálmarsdóttur.
Meira

Uppskeruhátíð hjá hestamönnum í Skagafirði

Hestamannfélagið Skagfirðingur hyggur á fyrstu uppskeruhátíð sameinaðs félags laugardaginn 22. október nk. Veitt verða verðlaun fyrir íþróttaknapa ársins, gæðingaknapa Skagfirðings, knapa ársins hjá ungmennum og knapa ársins í Skagfirðingi.
Meira

Hestar, handverk og hamingja

Það verður margt um að vera í kringum stóðsmölun í Laxárdal í Húnavatnshreppi helgina 16.-18. september. Dagskráin stendur alla helgina og teygir sig m.a. í Laxárdal, Skrapatungurétt og á Blönduós, og ber yfirskriftina Hestar, handverk og hamingja.
Meira

Gamlar keppnisgreinar endurvaktar

Á föstudagskvöldið var haldið kappreiðamót á Sauðárkróki og um leið var boðið í grill þeim starfsmönnum sem unnu í sjálfboðavinnu á Landsmótinu og vormóti Skagfirðings. Einnig var öllum öðrum félögum einnig boðið að vera með og njóta veitinga fram eftir kvöldi. Á kappreiðamótinu var keppt í greinum sem ekki hafa verið mikið brúkaðar síðustu ár/áratugi. Úr varð hin skemmtilegasta samvera og upplifun og vill stjórn Skagfirðings þakka félögum fyrir þeirra framlag.
Meira

Uppskeruhátíð fyrir sjálfboðaliða í kvöld

Stjórn hestamannafélagsins Skagfirðings býður öllum sjálfboðaliðum sem störfuðu á úrtökumótinu á Hólum 11.-12. júní sl. og þeim sem störfuðu í sjálfboðastarfi fyrir Landsmót á Hólum á uppskeruhátíð í kvöld, föstudagskvöldið 26. ágúst kl. 18 í Tjarnarbæ.
Meira

Sonja og Kvaran efst í fjórgangi

Opna íþróttamót Þyts 2016 fór fram á Kirkjuhvammsvelli á Hvammstanga, félagssvæði Þyts, 19. og 20. ágúst sl.. Þátttaka var ágæt og þetta er síðasta mót sumarsins, að sögn Kolbrúnar Stellu Indriðadóttur, formanns Þyts.
Meira

Áskorendamótið á Dæli

Áskorendamótið á Dæli í Víðidal verður haldið föstudaginn 26. ágúst næstkomandi. Mótið hefst klukkan 18:00. Samkvæmt fréttatilkynningu verður mótið með sama hætti og í fyrra, keppt verður í fimmgangi, fjórgangi, tölti og tölti T2.
Meira

Kappreiðarmót Skagfirðings á föstudaginn

Kappreiðarmót Skagfirðings verður haldið á Sauðárkróki, við Reiðhöllina Svaðastaði, næstkomandi föstudag, 26. ágúst.
Meira