Hestar

Karítas knapi mótsins

Sameiginlegt Gæðingamót hestamannafélaganna Þyts og Neista var haldið á Blönduósi á laugardaginn sl. Karítas Aradóttir, keppandi í unglingaflokki, var valin knapi mótsins og Abel frá Sveinsstöðum hestur mótsins.
Meira

Úrslit félagsmóts Skagfirðings

Fyrsta félagsmót Skagfirðings fór fram um helgina í tengslum við Sveitasælu á Sauðárkróki og var hörkukeppni í öllum flokkum og greinum.
Meira

Fyrsta félagsmót Skagfirðings á Sauðárkróki

Um þessa helgi, 12-13. ágúst, verður haldið félagsmót Skagfirðings, samhliða landbúnaðarsýningu og bændahátíðinni Sveitasælu. Er þetta fyrsta félagsmót Skagfirðings og fer fram á Sauðárkróki.
Meira

Gæðingamót og opið hús í Húnaveri

Þann 20. ágúst næstkomandi verður haldið gæðingamót með frjálslegum hætti á félagssvæði Óðins í Húnaveri.
Meira

Gæðingamót Þyts og Neista á laugardaginn

Sameiginlegt gæðingamót Þyts og Neista verður haldið á Blönduósi 13. ágúst nk. Þá verður opið íþróttamót Þyts haldið á Hvammstanga 19.-20. ágúst næstkomandi.
Meira

Ásdís Ósk tryggði sér þátttöku í úrslitum

Norðurlandamótið í hestaíþróttum fer nú fram þessa dagana í Biri, Noregi. Íslendingar eiga marga fulltrúa á mótinu en í morgun var keppt í ungmennaflokki í gæðingakeppni þar sem Skagfirðingurinn Ásdís Ósk Elvarsdóttir náði öðru sæti á Garra frá Fitjum. Þau hlutu 8,356 í einkunn. Þetta þýðir að Ásdís Ósk mæti í b-úrslitin, næstkomandi miðvikudag.
Meira

Skagfirðingur ríður um Vatnsnesið

Hestamannafélagið Skagfirðingur ætlar að viðhalda siðum fyrirrennara sinna og býður félagsmönnum sínum og gestum uppá þriggja daga ferð, aðra helgina í ágúst. Farið verður um Vatnsnes og Vesturhóp í Húnaþingi Vestra. Lagt verður af stað föstudaginn 12. ágúst kl.13:00 frá Tjörn á Vatnsnesi, riðið inn Katadal yfir Heiðargötur og endað á náttstað á Syðri-Þverá.
Meira

Viktoría Eik gerði góða ferð til Hollands

Viktoría Eik Elvarsdóttir frá Syðra Skörðugili í Skagafirði, tók þátt í FEIF Youth Cup hestaíþróttamótinu í Hollandi á dögunum en þar er íslenski hesturinn í hávegum hafður. Viktoría Eik sótti um hjá Æskulýðsnefnd LH og var valin úr hópi umsækjenda til að keppa á mótinu.
Meira

Félagsmót Skagfirðings 12-13 ágúst

Félagsmót Skagfirðings verður haldið 12- 13 ágúst, samhliða hinni árlegu landbúnaðarsýningu og bændahátíð, Sveitasælu.
Meira

Gæðingamót Þyts og Neista

Þann 13. ágúst næstkomandi verður haldið sameiginlegt gæðingamót hestamannafélaganna Þyts og Neista. Mótið fer fram á Blönduósi og verður boðið upp á eftirfarandi flokka: A-flokk gæðinga, B-flokk gæðinga, B-flokk áhugamanna, Ungmenni (18-21 árs á keppnisárinu), Unglingar (14-17 ára á keppnisárinu), Börn (10-13 ára á keppnisárinu), 100m skeið, 250 m brokk og Pollaflokk (9 ára og yngri á árinu).
Meira