Hestar

Hestamannafélagið Neisti býður upp á reiðnámskeið

Hestamannafélagið Neisti á Blönduósi býður í vetur upp á reiðnámskeið fyrir börn og unglinga. Námskeiðin eru auglýst á heimasíðu félagsins, neisti.net, með fyrirvara um næga þátttöku og verða tímasetningar og hópaskiptingar auglýstar á síðunni að loknum síðasta skráningardegi.
Meira

Otur frá Sauðárkróki fallinn

Stóðhesturinn Otur frá Sauðárkróki hefur nú kvatt þetta jarðlíf 36 vetra gamall. Seinni hluta ævinnar dvaldi hann í Þýskalandi við gott atlæti en þangað fór hann árið 2000. Otur var úr ræktun Sveins Guðmundssonar, undan Hrafnkötlu og Hervari frá Sauðárkróki og samkvæmt WorldFeng er Otur GbR skráður eigandi.
Meira

Uppskeruhátíð HSS 2018

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsambands Skagfirðinga var haldin föstudaginn 23. nóvember í Ljósheimum. Þar voru veitt verðlaun fyrir kynbótahross ættuð úr Skagafirði sem hlutu hæstu kynbótadóma sem einstaklingar á árinu 2018, stóðhesta sem hlutu 1.verðlaun fyrir afkvæmi, hrossaræktarbú og kynbótaknapa í Skagafirði sem náð höfðu framúrskarandi árangri á árinu.
Meira

Sina Scholz er knapi ársins hjá Skagfirðingi

Árshátíð og uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Skagfirðings var haldin laugardaginn 3. nóvember í Melsgili í fyrrum Staðarhreppi. Margir voru sæmdir verðlaunum fyrir góðan árangur á keppnisvellinum og félagi ársins var valinn í fyrsta sinn. Veislustjóri kvöldsins var Ingimar Ingimarsson á Ytra- Skörðugili.
Meira

Solla á Miðsitju heiðruð

Þann 28. október sl. var haldin, í Gullhömrum í Grafarholti, uppskeruhátíð hestamanna á landsvísu í boði Landssambands hestamanna og Félagi hrossabænda. Þar var hestaafreksfólk heiðrað fyrir afrek sín á sýningar- og keppnisvellinum og sérstök heiðursverðlaun FHB kom í hlut Sólveigar Stefánsdóttur frá Miðsitju í Skagafirði.
Meira

Sölusýning Félags hrossabænda í reiðhöllinni á Króknum

Næstkomandi föstudag efnir Félag hrossabænda til sölusýningar í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki og hefst kl. 17:00. Markmiðið er að búa til markaðsglugga og auðvelda fólki að koma hestum sínum á framfæri, segir í tilkynningu frá FHB. Bein útsending verður frá viðburðinum sem verður dreift víða á Facebook og öðrum félagsmiðlum (fhb.is) og mun efnið lifa þar inni þannig fólk getur nálgast upptökuna af sínum hesti að lokinni sýningu.
Meira

Skagfirðingur slær saman uppskeru- og árshátíð

Vel hefur gengið að undirbúa árshátíð Hestamannafélagsins Skagfirðings sem haldin verður í Melsgili 3. nóvember nk. Þetta árið var ákveðið að slá saman uppskeruhátíðinni og árshátíðinni og mun skemmtinefndin njóta aðstoðar nokkurra lands- og heimsþekktra einstaklinga. Að sögn Rósu Maríu Vésteinsdóttur er því ekki annað að vænta en að hestamenn í Skagafirði eigi eftir að skemmta sér mjög vel enda ekki þekktir fyrir annað.
Meira

Fjögur bú af Norðurlandi vestra tilnefnd sem ræktunarbú ársins 2018

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau tólf hrossaræktarbú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins. Á hestafrettir.is kemur fram að valið hafi staðið á milli 49 búa sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu. Þrjú þeirra eru skagfirsk og eitt úr Húnaþingi. Tilnefnd bú munu hljóta viðurkenningu á ráðstefnunni Hrossarækt 2018 sem haldin verður í Spretti, Samskipahöllinni, laugardaginn 27. október næstkomandi.
Meira

Laufskálagleði framundan

Nú um helgina verður gleði og gaman í Skagafirði er Laufskálaréttir fara fram. Dagskráin tekur yfir þrjá dag og hefst á morgun föstudagskvöld þar sem stórsýning og skagfirsk gleði verður í reiðhöllinni á Sauðárkróki og ýmislegt verður í boði.
Meira

Opið hús á Hafsteinsstöðum

Í tilefni Laufskálaréttarhelgar verður opið hús á Hafsteinsstöðum föstudaginn 28. september milli kl 3 og 6. Á staðnum verða folaldshryssur, tryppi á ýmsum aldri ásamt hrossum í tamningu og þjálfun. Sýnd verða nokkur hross í reið milli kl 5 og 6.
Meira