Hestar

KS deildin heldur áfram

Nú er það ljóst að KS-Deildin, hið vinsæla hestaíþróttamót sem haldið hefur verið í reiðhöllinni á Sauðárkróki sl. áratug, mun verða á dagskrá í vetur. Sagt var frá því fyrir skemmstu að útlit væri fyrir því að ekki yrði keppt í KS deildinni í vetur.
Meira

Niðurstöður kynntar úr fjölþjóðlegri rannsókn sem gerð var á Landsmóti hestamanna sumarið 2016

Háskólinn á Hólum og Landssamband hestamannafélaga kynntu í dag á formannafundi Landssambands hestamanna niðurstöður rannsóknar sem fjölþjóðlegur rannsóknarhópur vann á Landsmóti hestamanna á Hólum sumarið 2016. Rannsóknahópurinn kemur frá Bretlandi, Noregi og Svíþjóð auk Íslands og eru meðlimir hans sérfræðingar á ýmsum sviðum viðburðahalds og ferðamála.
Meira

Þórarinn og Narri sýna heimsbyggðinni gangtegundir íslenska hestsins

Á Facebooksíðunni Horses of Iceland var í gær birt myndband af þeim Þórarni Eymundsyni og Narra frá Vestri-Leirárgörðum þar sem þeir sýna á magnaðan hátt allar gangtegundir íslenska hestsins. Myndbandið var unnið af kvikmyndafyrirtækinu Skottafilm á Sauðárkróki fyrir Íslandsstofu. Horses of Iceland er alþjóðlegt markaðsverkefni með það að leiðarljósi að kynna og styrkja ímynd íslenska hestsins. Markmiðið er að gera fólki um allan heim kunnugt um góða eiginleika íslenska hestsins.
Meira

KS Deildin í uppnámi

Allt stefnir í að KS- Deildin í hestaíþróttum verði ekki haldin í vetur þar sem aðstandendur Meistaradeildar Norðurlands hafa ákveðið að hætta aðkomu sinni að henni. Í yfirlýsing frá Meistaradeild Norðurlands segir að Kaupfélagi Skagfirðinga hafi verið tilkynnt um ákvörðunina en KS hefur verið aðalstyrktaraðili mótsins.
Meira

Opið hús á Varmalandi

Það stefnir í góða Laufskálaréttarhelgi í Skagafirði þar sem veðurguðirnir ætla að splæsa logni og yfir 10 stiga hita á laugardag. Á föstudag verður einhver úði en rétt til að rykbinda reiðvegi og velli hjá þeim búum sem bjóða gestum að líta við.
Meira

Opið hús hjá Hildi og Skapta á Hafsteinsstöðum

Í tilefni Laufskálaréttarhelgar býður fjölskyldan á Hafsteinsstöðum í opið hús á Hafsteinsstöðum föstudaginn 29. september milli kl 3 og 6. Á staðnum verða folaldshryssur, tryppi á ýmsum aldri ásamt hrossum í tamningu og þjálfun. Sýnd verða nokkur hross í reið milli kl . 5 og 6. Í tilkynningu frá þeim Hildi og Skapta eru allir velkomnir og ofan ákaupið ætla þau að bjóða upp á kaffi og kleinur.
Meira

Úrslit íþróttamóts Þyts

Hestaíþróttamót hestamannafélagsins Þyts í Húnaþingi vestra var haldið 18. og 19. ágúst sl. og fór fram forkeppni í tölti í öllum flokkum, T2 og gæðingaskeiði. Á heimasíðu félagsins segir að veðrið hafi ekki leikið við mótsgesti fyrri daginn því hausthretið hafi mætt snemma þetta árið með kalsa rigningu og roki. En seinni dagurinn var fínn veðurlega séð og mun léttara yfir keppendum.
Meira

Síðasti skráningardagur á Opna íþróttamót Þyts

Opna íþróttamót Þyts verður haldið á Kirkjuhvammsvelli dagana 18. - 19. ágúst 2017. Í tilkynningu frá félaginu segir að sráningar skuli berast fyrir miðnætti þriðjudaginn 15. ágúst, þ.e. í kvöld, inn á skráningakerfi Sportfengs
Meira

Skagfirðingunum gekk vel á HM íslenska hestsins

Nú er Heimsmeistaramóti íslenska hestsins, sem fram fór í Oirschot í Hollandi, lokið. Þrír Skagfirðingar voru meðal keppenda, þeir Finnbogi Bjarnason, Þórarinn Eymundsson og Jóhann Skúlason og náðu þeir afbragðs árangri.
Meira

Dagskráin á Fákaflugi

Eins og sagt var frá á Feyki.is í gær verður Fákaflug á Hólum í Hjaltadal um helgina. Dagskrá mótsins er sem hér segir:
Meira