Að þessu sinni er það Króksarinn Árni Gunnarsson, kvikmyndagerðamaður og fyrrverandi ritstjóri Feykis (með miklu meiru), sem svarar Tón-lystinni. Áhugasvið Árna er ansi breytt og meðal þess sem hann hefur föndrað við í gegnum árin er að búa til tónlist. Árni er fæddur árið 1967, ólst upp í Flatatungu á Kjálka, sonur heiðurshjónanna Gunnars heitins Oddssonar frá Flatatungu og Helgu Árnadóttur frá Akranesi.