Það er Haraldur Ægir Guðmundsson, fæddur 1977 á Blönduósi, sem svarar fyrir sig í Tón-lystinni að þessu sinni. Foreldrar hans eru Erla Björg Evensen og Guðmundur Haraldsson og segist Halli hafa alist upp í músíklausri fjölskyldu. „Mamma spilaði aðeins á gítar þegar hún var unglingur og pabbi var allur í íþróttum. Ég held að ég hafi leiðst út í tónlistina vegna þessa að ég fann mig ekki í neinu sporti og leitaði því nýrra áhugamála. Ég byrjaði að spila á rafmagnsbassa þegar ég var 14 eða 15 ára og breytti svo um árið 2003 og fór að spila á kontrabassa sem ég geri nær eingöngu í dag.