Friðrik Margeir Friðriksson er Skagfirðingur í húð og hár, býr á Sauðárkróki og af hinum eðalárgangi 1960. Margeir segist klæmast á kassagítar og basla við bassaleik og leikur hann núna í húsbandi Leikfélags Sauðárkróks en verið er að æfa nýtt leikrit sem samið er í kringum lög Geirmundar Valtýssonar. Margeir settist við tölvuna og svaraði nokkrum laufléttum spurningum í Tón-lystinni.