Jens Guð, einn ötulasti tónlistarbloggari landsins svo eitthvað sé nefnt, er af árgangi 1956, búsettur í Reykjavík en fæddur og uppalinn á Hrafnhóli í Hjaltadal. „Faðir minn, Guðmundur Stefánsson, var bóndi, oddviti og forstjóri Sláturhúss Skagafjarðar á Sauðárkróki (kallað neðra hús). Mamma, Fjóla Kr. Ísfeld, hefur viðurnefnið spákona. Ég veit ekki hvers vegna. Kannski af því að hún er töluvert mikið í því að spá í bolla. Stundum spáir hún í veðrið,“ segir Jens. Spurður um hvaða hljóðfæri hann spili á segist hann gutla á gítar og bætir við: . „Um tíma spilaði ég mikið á munnhörpu. Svo týndi ég henni.“