Úlfar Ingi Haraldsson, eða Úlli Har eins og hann var kallaður þegar hann bjó á Smáragrundinni á Króknum, er af árgangi 1966. Hann er fæddur á Sauðárkróki en ólst að hluta til upp í Skagafirði og Reykjavík. Foreldrar hans eru Hallfríður Hanna Ágústsdóttir (frá Kálfárdal) og Haraldur Tyrfingsson. Bassinn náði snemma tökum á Úlfari og nú er hann sprenglærður á hljóðfærið. „Aðalhljóðfæri er kontrabassi og bassagítarar en ég spila líka töluvert á píanó og gítar,“ segir hann.