Skúli Þórðarson, trommari, svaraði tón-lystinni í Feyki skömmu fyrir jól en hann er árgerð 1964, fæddur og alinn upp á Hvammstanga. Hann er sonur Þórðar Skúlasonar, fyrrverandi sveitarstjóra, og Elínar Þormóðsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Saumastofunnar Drífu. Skúli lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki/Norðurlands vestra 1986. Hann var sveitarstjóri í Húnaþingi vestra á tólf ár en flutti sig síðan um set suður í Hvalfjarðarsveit.