Bergind Stefánsdóttir er búsett í Vesturbæ Reykjavíkur, fædd 1979. Hún ólst upp í Varmahlíð og er dóttir Margrétar Guðbrandsdóttur, skólaritara og Stefáns R. Gíslasonar, tónlistarmanns. Berglind spilar á þverflautu og segist bjarga sér á píanó. „Þegar ég var lítil stelpa fannst mér Withney Houston alveg meiriháttar söngkona og horfði óendanlega oft á myndina Bodyguard, bara til að sjá hana í myndinni,“ segir Berglind.